Í stærðfræði voru Stiku-bækurnar notaðar í 7. bekk og Skala-bækurnar í 9. og 10. bekk. Þar fyrir utan var notast við margvíslegt efni af netinu. Þá var einnig tekin lota með Minecraft for Education þar sem flest verkefnin tengdust stærðfræði. Einnig var unnið með Excel í tölvutímum sem er auðvitað bara stærðfræði.