Tölvunotkun

Nemendur í 7. – 10. bekk eru allir með spjaldtölvu og fartölvu til eigin nota. Þessar vélar eru auðvitað mikið notaðar í flestum, ef ekki öllum greinum. Þess fyrir utan voru þau með einn tölvutíma á viku. Þar var megin áherslan lögð á Excel. Við fórum aðeins í heimasíðugerð á Weebly þar sem nemendur áttu að gera síðu með verkefnum unnum í áhugasviðstímum. Þá reynum við alltaf að taka smá törn í fingrasetningu og núna var prófað að nota typing.com. Þar er hægt að fylgjast með árangri nemenda.