Í áhugasviðstímum hafa nemendur fengið að gera verkefni að eigin vali en þó með samþykki kennara. Þessi verkefni hafa verið mjög misjöfn að gerð og tíma. Þau hafa t.d. prentað hluti í 3D prentara, forritað Sphero, búið til plaköt upp á gamla mátann og búið til borðspil. Skilduverkefni í vetur voru unnin í Minecraft Education og hér fylgja lýsingar ásamt myndum af verkefnaskilum.