Í áhugasviðstímum hafa nemendur fengið að velja sér verkefni í samráði við kennara. Þar hefur t.d. verið unnið með 3D prentun, forritun með Sphero, að búa til bækur í Book Creator og búa til borðspil. Þá hefur kennari einnig verið með skylduverkefni fyrir alla.
Í ensku var stuðst við bækurnar Action í 7. bekk og Spotlight hjá þeim eldri. Að auki var unnið með ýmis aukaverkefni á blöðum og á vef.
Í náttúrufræði hefur meginefnið verið mannslíkaminn en einnig var aðeins fjallað um dýralíf á Íslandi og almennt um hryggdýr.
Í samfélagsfræði var söguefnið tvískipt eftir aldri. 7. bekkur var með bókina Lífið fyrr og nú en eldri með Sögueyjan 2. Í landafræði var Evrópa tekin fyrir og farið í Heimreisu með Google Earth.
Í stærðfræði hafa nemendur mest verið í Stiku og Skala bókunum. Þá hefur verið unnið með Minecraft verkefni sem flest tengdust stærðfræði á einhvern hátt.
Allir nemendur á efsta stigi hafa eigin fartölvu og spjaldtölvu. Í tölvutímum hafa nemendur að mestu verið að vinna í Excel. Þá var aðeins verið í vefsíðugerð með Weebly, smá dund með Doodly auk nokkurra minni verkefna með ýmsum verkfærum og vefsíðum.